Sermit | Jöklar er stuttmynd um bráðnun grænlenska og íslenska jökla. Bjóðum fólki að gægjast inn í hreyfingu jöklanna með að skoða jökulinn í gegnum smásjá. Þar birtast loftbólur á hreyfingu, jarðefni sem hafa legið og umbreyst í jöklinum yfir aldanna rás. Myndin sýnir smásjá skot og hljóðupptökur af jökulís. Að upplifa, hlusta og horfa inn í jökulinn til að skilja hann betur og kynnast ólíkum eiginleikum jökla og hvernig kristalla myndarinnar hegða sér í bráðnandi nærumhverfi. Á Grænlandi urðu miklar leysingar vegna ofsaveðurs og hlýleika í febrúar 2025. Í fyrsta skipti í 50 ár fylltist Nuuk fjord af ísjökum frá Narsap Sermia jöklinum innan úr firðinum. Heimamenn höfðu aldrei séð jafn marga ísjaka við strendur borgarinnar, hvað þá að vetri til. Við fylgdumst með ísjökunum ferðast milli hafna og sáum breytingar á hverri stundu. Jakarnir á þessum tíma og með þessu magni er augljóst merki loftslagsbreytinga og aukinni bráðnun jöklanna. Frá Grænlandi til Íslands heimsóttum við Breiðamerkurjökul, Hoffelssjökul og Svínafellsjökul í apríl 2025.
Jökullinn mótar landslagið okkar og innan hans búa eldgömul jarðefni sem hafa umbreyst með tímanum. Jökullinn er kröftugasta rofið innann náttúruaflanna. Hver skriðjökull brýtur niður bergið í kringum sig og gleypir jarðefni sem ferðast um jökulinn sem er í stöðugri hreyfingu. Þar endurkristallast sum jarðefni með þrýstingi íss og tíma, til verður jökulleir, sem sést innan í litlum vösum í gegnum jökul veggina. Öskulínur rista jökulinn og skreyta. Skúlptúrinn sýnir Augnablik frá Sólheimajökli 2022 sótt með grænlenskum listakonum og vinkonum. Skúlptúrinn er jökulurð, samruni jökulleirs, ösku og sandi frá jökulsporðinum.
—
Sýningin Vendipunkar opnar laugardaginn 11. október kl. 16:00 í Norska húsinu á Stykkishólmi.
Öll hjartanlega velkomin, léttar veitingar í boði.
Í framhaldi af málþinginu Andvarinn í himinsfari -180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar, mun opna sýningin Vendipunktar/Tipping points í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.
Loftslags vendipunktar (e. climate tipping points) hafa talsvert verið í umræðunni í tengslum við yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum. Í grunninn má segja að Vendipunktur eigi við um það ferli sem á sér stað þegar röð smærri breytinga innan ákveðins kerfis verða nægilega veigamiklar til þess að valda stærri og varanlegri breytingum á því kerfi. Jörðin sjálf er gott dæmi um slíkt kerfi þar sem allir þættir hennar eru samtengdir - og við meðtalin - á einn eða annan hátt.
Í gegnum jarðsöguna hefur jörðin farið í gegnum fjölmarga vendipunkta á sinni þróunarleið og eru þeir því mikilvægir sem slíkir. Óhætt er að segja að hún muni áfram lifa þá vendipunkta sem vofa yfir okkur um þessar mundir þó annað eigi kannski við um mannkynið sjálft. Sjónarhornið skiptir því sköpum í að skilja núverandi ástand - og eins og með allt í þessari veröld er sjónarhornið aldrei bara eitt.
Kallað var eftir verkum listafólks undir þemanu Vendipunktar til þess að miðla bæði hugtakinu ásamt mikilvægi breytinga, þó afleiðingarnar geti verið mismunandi, með það að markmiði að dýpka innsýn inn í þessa ferla og skapa samtal milli lista, vísinda og samfélagsins. Listafólki var gefin frjálsa túlkun á þessu hugtaki án þess að hlekkja það við fyrirfram ákveðin kerfi.
Listamenn sem eiga verk á sýningunni Vendipunktar:
Anna Jóhannsdóttir
Deepa Lyengar
Einar Falur Ingólfsson
Gudrita Lape
Halldór Kristjánsson
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Karí Ósk Grétudóttir
Sermit
Þorgerður Jörundsdóttir
Þorgerður Ólafsdóttir
Sýningastjóri: Alda Rose Cartwright, verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Árnesinga.
Verkefnstjóri: Hera Guðlaugsdóttur, nýdoktor hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Verkefnið er stutt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
-
Sermit | Glaciers is a short film about the melting of Greenlandic and Icelandic glaciers. We invite viewers to peak into the movement of glaciers through the lens of a microscope. There, air bubbles come alive, minerals travelling through the ice, and the transformations of centuries reveal themselves. The film combines microscopic imagery and sound recordings from icebergs. To try to understand the glacier we listen to, and look into the glacier. Witnessing how the crystals of the image behave in a melting environment. For the first time in 50 years, the Nuuk fjord filled with icebergs from the Narsap Sermia glacier deep within the fjord in February 2025. Locals had never seen so many icebergs along the city’s shores, let alone in winter. We watched as the icebergs drifted between harbors, their location shifting every moment. Icebergs appearing at this scale and season are a clear sign of climate change and the accelerating retreat of glaciers. From Greenland to Iceland, we visited Breiðamerkurjökull, Hoffellsjökull, and Svínafellsjökull in April 2025. The glaciers shape our landscapes, holding within it ancient minerals that have transformed over time. Among nature’s forces, it is the most powerful agent of erosion. Each outlet glacier breaks down surrounding rocks and swallows raw materials that travel through the ice, which is in constant motion. Under pressure and time, some of these minerals recrystallize. Glacial clay emerges, visible in small pockets within the glacier walls. Ash layers carve the ice. The sculpture, glacial moraine fused from clay, ash, and sand, gathered at Sólheimajökull in 2022 with Greenlandic artists and friends.
Listamenn: Alberte Parnuuna, Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir and Vikram Pradhan
Þjóðerni: Grænland, Indland og Ísland
Vefsíður/Website/Online Presence:
www.siorssuk.com // www.instagram.com/alberte.parnuuna
www.irisleifs.is // www.instagram.com/irisleifs/
www.antoniaberg.is // www.instagram.com/antoniberg/
www.augnablikin.is // www.instagram.com/augnablikin/
www.vikrampradhan.cargo.site // www.instagram.com/vikrampradhan_/