Myndlistarkona

Íris María Leifsdóttir er myndlistarkona. Hún málar, leirar með jökulurð og skoðar skynjun hreyfingu jökla, hvernig hreyfing þeirra sýnir umbreytingu tímans og um leið hverfulleika heimsins. Hún stundar nám í listkennslu við Listaháskóla Íslands, hefur lokið meistaragráðu í myndlist frá sama skóla, bakkalárgráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og diplóma í listmálun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Íris María hefur haldið einkasýningar og samsýniningar á söfnum og galleríum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga frá Myndstefi, Muggi, Napa og fleirum. Hún hefur sterk tengsl við Grænland, og ferðast þangað á hverju ári til að halda sýningar og námskeið í samstarfi við Antoníu Bergþórsdóttur og grænlenskt listafólk. Þar kenna þær myndlist og nota jökulleir frá Íslandi og Grænlandi. Hún hefur einnig haldið regluleg vatnslita- og keramiknámskeið, auk þess að hafa verið sýningarstjóri myndlistarsýninga hjá FLÆÐI.

Málverk Írisar Maríu eru innblásin af veðri og kallar þau Veðruð verk. Þar skrásetur hún veðrið og málar í samspili við náttúruöflin með íslenskum jarðefnum og býr til eigin olíumálningu úr þeim. Hún málar undir berum himni með mýrarauða, jökulleir, sandi og olíu á striga, þar sem veðrið tekur við sköpunarferlinu og mótar verkin með tímanum. 

Íris María leikur sér á mörkum listgreina og sýnir málverk, skúlptúra, hljóðverk, vídeóverk, skrásetningar, sviðsetningar, innsetningar og flytur gjörninga. Hún lítur á fólk, veður, tíma, aðstæður, umhverfi og aðra ferla sem beina þátttakendur í listsköpun sinni og sem óumflýjanlega samstarfsaðila. Í haust opnar hún einkasýninguna Veðruð verk í Listasal Mosfellsbæjar. Yfistandandi er samsýning í Akranesvita og Skaftafelli í vetur mun opna samsýning í Hafnar.haus og á Grænlandi. Á næsta ári heldur hún tvær einkasýningar fyrir austan, á Höfn og á Skriðuklaustri.

Íris María Leifsdóttir (1993) is a painter from Iceland. The weather and the effect of time are key elements in her creative process and she allows the forces of nature to shape her artwork. She did her master's degree in Fine Arts at The Iceland University of The Arts, a two year diploma in painting at The Reykjavík School of Visual Arts, and a Bacherlor’s Degree in sociology at the University of Iceland.

https://www.irisleifs.is/s/Ferilskra-bio-og-fyrri-verk-Irisar-Mariu-Leifsdottur-5.pdf

instagram

Mastersritgerð í myndlist

Blábjörg mynd eftir Írisi Ann

Blábjörg mynd eftir Írisi Ann Sigurðardóttur og Augnablikin, 2023

Augnablikin er samstarf Antoníu Bergþórsdóttur og Írisar Maríu Leifsdóttur. Þær tvinna saman jarðefnum og málningu og ná augnablikum verkanna sem breytast óðfluga í streymi náttúrunnar.

https://augnablikin.is