Back to All Events

Greenland Science Week


Íris María er að þróa stuttmynd Bye Bye Glacier með hópnum Sermit | Jöklar um jökla á Íslandi og Grænlandi með Antoníu Berg leirkerasmið, Alberte Parnuuna  hljóðvinnslu- og myndatökumanni og Vikram Pradhan vídeógerðarmanni. Þau sýna nýju stuttmyndina í Nuuk og halda námsskeið fyrir börn og fullorðna með jökulleir frá Íslandi og Grænlandi. Íris María og Antonía leiða tvö námsskeið og dýpka samskipti við samstarfsaðila á Grænlandi, sem eru vísindamenn í fyrirtækinu Icelink og grænlenskt listafólk. 

Verkefnið miðar að því:

- að virkja börn, ungmenni og almenning til þátttöku í umræðu um loftslagsbreytingar. 

- yfirfæra vísindalega þekkingu yfir í listræna upplifun. 

- varpa stuttmyndinni á byggingu og/eða klett. 

- Skapa samtal milli fræðigreina og samfélaga um mikilvægi jökla, bæði í nærumhverfi og á heimsvísu.

- Taka þátt í alþjóðlegu samtali um loftslagsmál á Science week.

Sýningin mun innihalda eftirfarandi þætti:

- Stuttmyndin um jökla á Grænlandi og Íslandi.

- innsetning með bráðnandi ísjaka frá jöklinum Narsap Sermia, leyft áhorfendum að snerta ísinn og skoða hann í gegnum smásjá.

- Efni og efnivið úr jöklum sem gestir geta snert og unnið með.

- Myndræna framsetningu á vísindalegum gögnum og niðurstöðum frá samstarfsaðilum.


Lýsing á verkefninu:

Sermit | Jöklar er listrænt samstarfsverkefni milli listafólks frá Íslandi og Grænlandi. Verkefnið verður hluti af dagskrá Greenland Science Week í Nuuk dagana 10.–14. nóvember 2025. Verkefnið sameinar list og vísindi með það að markmiði að vekja athygli á hlutverki jökla og áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi og Grænlandi. Sermit | Jöklar hefur tekið sig saman með Asiaq grænlenskt jöklarannsóknarfélag sem stendur fyrir verkenfinu ICELINK sem er samvinnuverkefnið milli Grænlenskra, íslenskra og kanadískra jöklarannsóknarfræðingum og Háskóla Íslands. Verkefnið felur í sér sýningu og tvær vinnustofur, þar sem gestir fá að upplifa og taka þátt í umræðu og sköpun tengda jöklum og umhverfisbreytingum.


Vinnustofur:

Í vinnustofunum munu þátttakendur mála með jöklaefni frá Íslandi og Grænlandi á meðan rætt er um áhrif loftslagsbreytinga. Kennarar munu vinna með sérvalin viðfangsefni og spurningar frá samstarfsaðilum í verkefninu (Icelink teymi). Lögð verður áhersla á bæði tilfinningalega og vísindalega nálgun sem hvetur þátttakendur til að íhuga hlutverk og framtíð jökla.

Listaverk unnin í vinnustofunum verða hluti af sýningunni og tryggja sýnilega þátttöku barna og ungmenna í verkefninu.


Previous
Previous
October 12

Vendipunktar

Next
Next
December 4

Augnablikin í Hafnar.haus