Back to All Events

Jökulrætur fjórði gjörningur

Jökulrætur

Verið velkomin á gjörningaröð Írisar Maríu Leifsdóttur á Höfn í Hornafirði í ágúst. Gjörningarnir eru fjórir og heita Jökulrætur og eru á vegum Svavarssafns. Fjórði gjörningurinn fer fram á föstudaginn þann 23. ágúst 2024 kl. 15 við Nýheima á Höfn í Hornafirði, hjá hlaupa- og hjólastíg við sjóinn með útsýni yfir Vatnajökul ef veður leyfir. Íris María skoðar hvernig við skynjum hreyfingu jökla, hvernig hreyfing þeirra sýnir flæði tímans og um leið hverfulleika heimsins. Íris María telur að bráðnun jöklanna sé helsta birtingarmynd umhverfisbreytinga samtímans. Á næsta gjörningi mun Íris María mála með jökulleir frá Sólheimajökli og olíumálningu á striga 2m x 1,06. Hún hefur safnað jökulurð frá jöklum á Íslandi og með gjörningunum einblínir hún á einn jökul í einu. Íris María málar með veðrinu og kallar málverkin sín og skúlptura Veðruð verk, þar sem veðrun og áhrif tímans leika lykilhlutverk í listsköpun hennar og leyfir hún náttúruöflunum að móta verkin. 

Málverkin verða sýnd á Svavarssafni á næsta ári.
--

Underneath a glacier

Welcome to Íris María Leifsdóttir's performance series at Höfn in Hornafjörður in August. There will be four performances and they are called Underneath a glacier organized by Svavarssafn. The fourth performance will take place on friday 23th of August, 2024 at 3pm outside by the running and cycling path along the coast cite, by Nýheimar at Höfn in Hornafjörður, with the view of Vatnajökull. Íris María is interested in how we perceive the movement of glaciers. How glaciers’ transition affect our perception of the scale of time. During the first performance Íris María will paint with glacier clay and sand from Sólheimajökull and oil paint on canvas. In each performance Íris María will focus on one glacier at a time. Íris María paints along with the weather and calls her paintings and sculptures Weathered Works, where weathering and the effects of time play a key role in her artistic creation and allows the forces of nature to shape the works.


The paintings will be exhibited in Svavarssafn next year.

Previous
Previous
August 20

Jökulrætur þriðji gjörningur

Next
Next
August 24

Jarðlög - Íris María Leifsdóttir, Sarah Finkle og Antonía Berg