Taktu mig, verk mitt á fyrstu samsýningu samnemanda í M.A. myndlist var sýnt í Verksmiðjunni á Hjalteyri 2021. Ég notaðist við efni í nærumhverfi verksmiðjunnar, ég fór að leiræð hjá ströndinni og tók gráan leir. Ég dró viðarplatta úr geymslu smiðjunnar út í fjöru og grunnaði hann með akrílmálningu. Ég málaði hring og endurtók síðan þá athöfn í rigningu með efnum sem ég fann í umhverfinu. Ég dró verkið inn í verksmiðjuna, sem var á annarri hæð. Ég hengdi það upp og hellti vatni á gólfið sem rann að verkinu. Kringumstæður mínar á Hjalteyri stjórnuðust af forvitni um nærumhverfið og löngun í kynni við gráan leir í grenjandi rigningu.

Previous
Previous

Samferða í Grænlandi 2021: Íris María Leifsdóttir og Antonía Berg

Next
Next

Moving through time 2020: Íris María Leifsdóttir