Skrásetning Jökulrofs samanstendur af hljóðverki, timelaps vídeóum og jökulurð sem fjallar um upplifun mína af gjörningnum Jökulrof. Fyrir útskriftarsýningu meistaranema í myndlist í Nýlistasafninu, Athöfn, sýndi ég hljóðverk af brákum og rennandi vatni á Sólheimajökli ásamt dagbókafærslum um upplifun mína á að flytja gjörninginn Jökulrof, sem var mín túlkun á hreyfingu jökla.

Íris María: ,, Ísinn var 56 klukkutíma og 45 mín að bráðna, ég var þar allan tímann og fylgdist með hreyfingu vatns undan ísnum. Ég er manneskja sem er að endurtaka mig, annars vegar að flytja gjörninginn við að mála hring Jökulleir, sand og ösku, hins vegar talaði ég við gesti um að ísinn væri að bráðna. Sýningin er mín túlkun á hreyfingu jökla og notast við ís sem hreyfir við jarðefnum undan jöklinum.. Kringumstæður mínar í listrænni sköpun var samvinna mín með jarðefnum, gestum og hvað gerist með tímanum. Á þriðja degi sýningar, sex klukkutímum eftir að ísinn datt aftur fyrir sig og brotnaði í fjóra parta, braut ég ísinn í litla ísjaka og sá þá bráðna í lófanum mínum.“

Previous
Previous

Hulduheimar 2023: Augnablikin

Next
Next

Jökulrof 2023: Íris María Leifsdóttir