Ljósið sem fékk ekki að loga, 2019

Fyrsta einkasýningin mín, Ljósið sem fékk ekki að loga, fjallaði um þungunarrof. Með logsuðutæki brenndi ég málverkin mín bæði á við og striga, með brunanum fylgdi þyngd vanlíðunnar, en um leið opnaði hann á frelsi. Sýningin var haldin í FLÆÐI á Grettisgötu 3. Titlar verkanna voru brot úr dagbókarfærslum. Með hverju verki sýndi ég sögu um sorgarferli í kjölfar þungunarrofs. Ég stóð berskjölduð og fylgdist með gestum lesa dagbókafærslurnar mínar. Það virtist ekki vera rými í umræðunni að opna sig um þungunarrof en á þeirri sýningu komu konur til mín og sögðu mér frá sínum upplifunum. Mikilvægt er að hlusta á konur því þungunarrof virðist vera tabú sem leiðir að samfélegslegri þöggun. Við höfum rétt á að velja, allir ættu að eiga rétt á að velja. Í minni list finnst mér merkingarbært að fjalla um það sem virðist vera falið með því að leggja merkingu í þögnina.

Sýningin var tileinkuð konum.

Ljósmyndir af verkum eftir Birki Brynjars @birkrib

Previous
Previous

Moving through time 2020: Íris María Leifsdóttir