Íris María skoðar hvernig við skynjum hreyfingu jökla, hvernig hreyfing þeirra sýnir flæði tímans og um leið hverfulleika heimsins. Íris María telur að bráðnun jöklanna sé helsta birtingarmynd umhverfisbreytinga samtímans. Hún dvelur á Höfn í ágúst til að vera nær jöklum, upplifa að búa við jökulrætur, sækja jökulurð, strekkja ramma og skapa veðruð verk með jarðefnum undan jöklum í gjörningum sínum.
Jökulrætur gjörningar Írisar Maríu Leifsdóttur á Svavarssafni í ágúst 2024
Gjörningaröð Írisar Maríu Leifsdóttur; Jökulrætur á vegum Svavarssafns á Höfn í Hornafirði. Nú þegar hefur hún haldið tvo gjörninga 4. og 10. ágúst og á tvo gjörninga eftir 20. ágúst og 23. ágúst hjá hlaupa- og hjólastíg við sjóinn, við Nýheima á Höfn. Hún hefur safnað jökulurð frá jöklum á Íslandi og með gjörningunum einblínir hún á einn jökul í einu. Í fyrsta gjörningnum málaði Íris María með jökulleir og sandi frá Langjökli og olíumálningu á striga úti í gulri viðvörun.Seinni gjörningurinn málaði Íris María með jökulurð frá Svínafellsjökli og olíu á striga. Íris María skoðar hvernig veðuráhrifin móta málverk hennar þangað til þau þorna. Veðrið hefur áhrif á jöklana og landslagsmálverk hennar. Íris María málar með veðrinu og kallar málverkin sín og skúlptura Veðruð verk, þar sem veðrun og áhrif tímans leika lykilhlutverk í listsköpun hennar og leyfir hún náttúruöflunum að móta verkin. Málverkin verða sýnd á Svavarssafni á næsta ári sem og vídeóverk af gjörningunum.
Morgunblaðið bls. 84. Fimmtudagur 8. ágúst 2024